Algengar spurningar
Almennar upplýsingar
-
Stefnt er á að opna Reykjaböð vorið 2026. Opnunardagur verður tilkynntur síðar. Opnað verður fyrir bókanir í byrjun árs 2026.
Ef þú ert að skipuleggja heimsókn fyrir stærri hópa getur þú haft samband við okkur á info@reykjabod.is.
Til að fá fréttir af opnuninni, sérstökum tilboðum og einstökum upplifunum hvetjum við þig til að gerast áskrifandi að fréttabréfi Reykjabaða.
-
Reykjaböð eru staðsett á Árhólmasvæðinu við rætur Reykjadals í Hveragerði.
Við erum aðeins 35 mínútur frá Reykjavík og 75 mínútur frá Keflavíkurflugvelli, sem gerir Reykjaböð að kærkomnum viðkomustað á ferðalagi um Ísland.
Hveragerði er blómstrandi bær þekktur fyrir jarðhitann og gróðurhúsin. Reykjadalurinn býður upp á einstaka náttúrufegurð, heita lækinn og fjölbreytta útivistar- og afþreyingarmöguleika.
Hvort sem þú ert að fara Gullna hringinn, Suðurströndina eða bara skjótast út úr bænum, þá eru Reykjaböð staðurinn til að staldra við og hlaða í sig orku úr náttúrunni.
-
Reykjaböð eru opin og aðgengileg allt árið, hvort sem þú ekur sjálf/ur, ferðast með hóp eða nýtir almenningssamgöngur.
• Með bíl: Við erum aðeins 35 mínútur frá Reykjavík og um 75 mínútur frá Keflavíkurflugvelli.
• Með Strætó: Leið 51 og 52 aka til Hveragerðis samkvæmt áætlun Strætó og tengja bæinn við Reykjavík og Suðurland.
Ef þú gistir í Hveragerði, eru Reykjaböð í göngufæri frá flestum hótelum og gistiheimilum í bænum.
-
Já, í Reykjaböðum eru bílastæði fyrir alla gesti sem koma á eigin bíl auk stæða fyrir minni og stærri hópferðabíla.
-
Já, merkt bílastæði fyrir fatlað fólk eru staðsett beint fyrir utan inngang Reykjabaða. Til að tryggja pláss þarf að bóka aðgang fyrirfram.
-
Það fer eftir því hvað þú vilt upplifa. Hver árstíð hefur sinn sjarma.
Sumarið (júní-ágúst) er háannatími ferðalaga, með löngum dögum, mildu veðri og miðnætursólinni. Gönguleiðir og hálendið opnast, gróðurinn blómstrar og náttúran skartar sínu fegursta. Þetta er líka besti tíminn til að skoða lunda og hvali.
Veturinn (nóvember – mars) er árstíð andstæðna — þar sem myrkrið afhjúpar norðurljósin, jöklarnir glitra og hægt er að skoða íshella. Snjóþakið landslag og heitar lindir skapa kyrrð og töfra fyrir þá sem sækjast eftir vetrarævintýrum og jarðhita.
Vorið (apríl – maí) og haustið (september – október) marka umbreytingu milli birtu og myrkurs. Þá er minna af ferðamönnum, birtan mýkri og ferðalög gjarnan ódýrari. Á vorin vaknar gróðurinn til lífsins á meðan haustin málar landslagið í hlýjum litum. Báðar árstíðir bjóða upp á möguleika að sjá norðurljósin.
Sama hvenær þú kemur þá býður Ísland upp á einstaka ferð um náttúruna – þar sem jarðhitinn, birtan og kyrrðin breytast með árstíðunum.
Reykjaböð eru hluti af þeirri upplifun – staður þar sem þú finnur takt jarðar.
Bókanir
-
Opnað verður fyrir bókanir í Reykjaböð Hot Springs í upphafi árs 2026.
Ef þú ert að skipuleggja ferð eða heimsókn fyrir stærri hóp og vilt tryggja dagsetningu fyrirfram, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á info@reykjabod.is og við munum aðstoða þig.
Til að fá fréttir af opnun, tilboðum og sérstökum viðburðum þá er upplagt að gerast áskrifandi að fréttabréfi Reykjabaða.
-
Hægt er að kaupa miða í móttöku en við mælum með að bóka fyrirfram til að tryggja þann tíma sem hentar þér best, sérstaklega á háanna- og álagstímum.
Aðstaða og aðgengi
-
Reykjaböðin bjóða upp á:
• 900 m² baðlón með nærandi, steinefnaríku jarðhitavatni sem slakar á líkamanum og róar hugann.
• Kaldar laugar með tveimur mismunandi hitastigum til að örva blóðflæði og skapa jafnvægi milli hita og kulda.
• Sauna með þurrum hita fyrir fullkomna slökun.
• Kneipp-laug þar sem heitt og kalt vatn ásamt sjávarbörðum steinum vinnur saman að því að örva blóðrásina.
• Slökunarsvæði þar sem þú getur slakað á og fundið fyrir ró náttúrunnar.
• Lónsbar þar sem þú getur notið svalandi drykkja ofan í lóninu.
• Bistro og bar sem býður upp á nærandi rétti, heita og kalda drykki.
• Baðhús og spa-uppfærslu þar sem hægt er að bæta við völdum meðferðum.
-
Baðlónið nær mest 1,2 m dýpt sem gerir flestum gestum kleift að standa þægilega á meðan þeir njóta jarðhitavatnsins.
Setusvæði og breytileg dýpt gera þér kleift að finna þinn uppáhaldsstað í lóninu.
-
Lónsvatninu er haldið um 38 gráður sem er fullkomið hitastig til að slaka vel á.
Þar sem veðrið á Íslandi er síbreytilegt getur hitinn í vatninu virst mismunandi eftir árstíðum.
Á köldum vetrardögum verður andstæðan milli gufunnar og fjallaloftsins einstök en á sumrin finnur þú fyrir mjúkum og nærandi yl sem umlykur líkamann og róar hugann. -
Í Reykjaböðum eru nútímalegir búningsklefar fyrir konur og karla. Hvor inniheldur tvö einkarými fyrir gesti sem kjósa að vera í næði.
• Hver gestur fær armband sem veitir aðgang að læstum skáp til að geyma eigur og nota við kaup á drykkjum í lónsbar.
• Setubekkir fyrir aukin þægindi.
• Snyrtiaðstaða með hárblásurum, speglum og sætum þar sem hægt er að hafa sig.
• Þurrksvæði með rekkum fyrir handklæði og sundföt.
• Sturtuklefum fyrir aukið næði. Í sturtunum er boðið upp á sjampó, hárnæringu og líkamssápu úr Reykjaböð Collection.
Auk þess er boðið upp á einkabúningsherbergi með 8 skápum með aðstöðu fyrir fatlað fólk, fjölskyldur eða þá sem þurfa sérstakt næði. Til að tryggja aðgengi að því rými mælum við með að panta það fyrirfram.
Frá búningsklefunum geta gestir gengið beint út í baðlónið og salerni eru þægilega staðsett rétt við innganginn.
-
Allir gestir eru skyldugir að vera í sundfatnaði í baðlóninu, baðhúsinu, saunum, gufu og öðrum baðrýmum.
Heppileg sundföt eru til dæmis:
• sundbolir
• bikiní
• sundskýlur
• sundstuttbuxur
• og sérhönnuð sundföt.Venjuleg föt og fatnaður úr bómull, svo sem nærföt, buxur eða peysur, eru ekki leyfð.
Hafir þú gleymt sundfötunum, þá bjóðum við upp á leigu á sundfötum á staðnum.
Heilsa og öryggi
-
Í samræmi við reglur um hreinlæti þurfa allir gestir að þvo sér vandlega með sápu, án sundfata, áður en farið er í lónið.
Það tryggir að jarðhitavatnið haldist hreint, tært og notalegt fyrir alla gesti.
Í sturtunum er boðið upp á sjampó, hárnæringu og líkamssápu frá Reykjaböðum sem gestir geta notað án endurgjalds.
-
Ef þú ert með undirliggjandi heilsufarsvandamál, svo sem hjarta- eða æðasjúkdóm, háan eða lágan blóðþrýsting, eða aðra kvilla, mælum við með að ráðfæra þig við lækni áður en þú heimsækir baðlónið.
Gestir fara í laugina á eigin ábyrgð, og við ráðleggjum að gæta varúðar ef þú ert ekki við fulla heilsu.
Matur og drykkur
-
Þegar þú slakar á í lóninu er hægt að panta drykki beint úr lónsbarnum. Þeir eru skráðir á armbandið þitt sem þú færð við komu og greiðir við brottför.
Við bjóðum upp á úrval óáfengra og áfengra drykkja þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Matur er ekk í boði í lóninu sjálfu en þú getur notið matar og drykkja í Bistro & Bar Reykjabaða annaðhvort fyrir eða eftir bað. Þar er boðið upp á nærandi rétti, staðbundin hráefni og bæði heita og kalda drykki. Auk þess er hægt að grípa drykki og snarl úr kæli fyrir þá sem kjósa léttari valkost.
Í þágu öryggis allra gesta er ölvuðum einstaklingum ekki hleypt ofan í lónið.
Sérstakir viðburðir og einkasamkvæmi
-
Reglulega höldum við sérstaka viðburði í einstöku umhverfi Reykjabaða.
Tilkynningar um næstu viðburði verða birtar á vefsíðu Reykjabaða og á samfélagsmiðlum okkar.
-
Hægt er að leigja Reykjaböð fyrir einkaviðburði, með rými fyrir allt að 300 gesti. Fyrir minni hópa, allt að 60-80 manns, er í boði að vera útaf fyrir sig í baðhúsinu okkar.
Hafðu samband við okkur á info@reykjabod.is fyrir frekari upplýsingar. Teymið okkar mun með ánægju aðstoða við að skapa einstaka upplifun fyrir hópinn þinn.
Reykjaböð Hot Springs
Árhólmar
810 Hveragerði
Sjá kort
@2025 Reykjaböð Hot Springs

